Granit Xhaka og Rob Holding urðu fyrir því óláni að gera sitt sjálfsmarkið hvor í 0-2 tapi Arsenal gegn Juventus í æfingaleik á Emirates.
Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en þarf að gera betur þegar enski boltinn fer aftur af stað annan í jólum vilji liðið halda forystu sinni.
Arsenal stjórnaði ferðinni gegn Juve en fann ekki glufur á varnarleik gestanna. Xhaka skallaði boltann í eigið net eftir fyrirgjöf undir lok fyrri hálfleiks og varð Holding fyrir svipuðu óláni í uppbótartíma þess síðari, án þess þó að skalla boltann.
Reiss Nelson meiddist á 23. mínútu og kom hinn bráðefnilegi Marquinhos inn í hans stað og var sprækur þar til honum var skipt af velli á 78. mínútu.
Arsenal mætti til leiks með þokkalega sterkt lið en Juve var aðallega að spila á unglingaliðsmönnum.
Arsenal 0 - 2 Juventus
0-1 Granit Xhaka ('45, sjálfsmark)
0-2 Rob Holding ('91, sjálfsmark)
Inter gerði þá jafntefli við Real Betis á Spáni þar sem bæði mörkin komu seint í leiknum. Juanmi tók forystuna fyrir Betis á 84. mínútu og jafnaði Matteo Darmian einni mínútu síðar. Bæði lið mættu til leiks með sterk byrjunarlið og urðu lokatölur 1-1.
Fiorentina gerði þá jafntefli við Mónakó á meðan PSV Eindhoven lagði Sassuolo að velli.
Að lokum unnu þýsku liðin Bayer Leverkusen og Union Berlin heimaleiki sína gegn Zürich og St. Gallen frá Sviss.
Real Betis 1 - 1 Inter
1-0 Juanmi ('84)
1-1 Matteo Darmian ('85)
Fiorentina 1 - 1 Mónakó
1-0 Luca Ranieri ('14)
1-1 M. Boadu ('60)
Sassuolo 1 - 2 PSV
1-0 Davide Frattesi ('58)
1-1 Anwar El-Ghazi ('63)
1-2 J. Bakayoko ('75)
Bayer Leverkusen 4 - 1 Zürich
Union Berlin 4 - 1 St. Gallen