Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 17. desember 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Ungu strákarnir fá veglegt hrós frá Klopp
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, hrósaði ungu strákunum í hástert eftir 4-1 sigurinn á AC Milan í æfingamóti í Dúbaí í gær.

Liverpool var að spila annan æfingaleik sinn á mótinu í Dúbaí en Klopp hefur verið að notast við unga og efnilega leikmenn á meðan það vantar lykilmenn í hópinn vegna heimsmeistaramótsins í Katar.

Klopp var sérstaklega ánægður með ungu leikmennina í gær og hrósaði þeim Bobby Clark, Stefan Bajcetic, Mel Frauendorf og Ben Doak.

Clark átti stoðsendinguna á Darwin í þriðja markinu og þá lagði Doak upp fjórða markið.

„Það er ótrúlega svalt að sjá þegar þú setur krakkana inn í seinni hálfleik og sérð þessa sendingu frá Bobby Clark og bara þessa frammistöðu frá Stefan og hjá Mel Frauendorf í hægri bakverðinum. Svo kemur Ben Doak, 16 ára gamall, með þetta náttúruafl inn í leikinn. Á þessum 10-11 dögum hafa krakkarnir þá sérstaklega tekið skref fram á við. Þess vegna er þetta svona mikilvæg, að geta komið þeim inn í þetta. Gærkvöldið var það sem við höfum verið að gera á síðustu tíu dögum og það sem við sáum á æfingum. Við gátum komið það með á völlinn og það er auðvitað notalegt.“

„Þetta er mjög svo svalt. Ég er ekki viss um að akademían gat horft á þennan leik en að sjá þessa stráka skila frammistöðu í svona leik er mjög svalt. Þetta var mjög líkamlegur leikur og þannig er fullorðinsbolti. Þessir strákar þurfa að taka þessi skref til að vera klárir að taka allt skref fyrir skref. Líkamlegi hlutinn kemur en fram að því getur þú búið til margar hugmyndir og vera klókari. Þegar þú sérð það sem Bobby gerði með þessari sendingu á Darwin og svo skorar hann tvisvar, það er mjög gaman að sjá það,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner