Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 18. janúar 2022 21:38
Brynjar Ingi Erluson
„Áhuginn gagnvart fótbolta var eiginlega farinn"
Arnór Gauti Ragnarsson
Arnór Gauti Ragnarsson
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svona eitt skemmtilegasta sumar sem maður hefur upplifað. Eitthvað sem maður þurfti því áhuginn gagnvart fótbolta var semi farinn frá mér. Það var búið að gerast svo mikið og ánægjan farin," sagði Arnór Gauti Ragnarsson, nýr leikmaður Hönefoss í Noregi, í viðtali við Fótbolta.net á dögunum, en hann fór aðeins yfir tímabilið með Aftureldingu.

Arnór fór á lán til Aftureldingar frá Fylki fyrir síðasta tímabil og skoraði tíu mörk í Lengjudeildinni í aðeins fimmtán leikjum áður en hann samdi við Hönefoss í fjórðu efstu deild í Noregi á dögunum.

Hann var kominn á krossgötur á ferlinum og gleðin að spila fótbolta fór minnkandi en hann fann gleðina á ný þegar hann fór í uppeldisfélagið.

„Ég sleit hásin og einmitt geggjað að fara til Magga. Ég held að Maggi hafi ekki einu sinni búinn að taka við Aftureldingu þegar hann var kominn á sófann heima. Þetta eru tvö ár síðan og svo núna og þetta var það eina í stöðunni að fá að gera mitt og njóta þess."

„Ég var varafyrirliði sem gerði mikið fyrir mig og heimabærinn, Pizzabærinn. Ég er með tattú aftan á lærinu af aðstöðunni þarna, þannig þetta var no-brainer þegar þetta var að gerast."


Hann segir að þetta hafi verið akkúrat sem hann þurfti á þessum tíma ferilsins. Arnór segist hafa spilað á hálfri löppinni í allt sumar en að skrokkurinn sé í fínu lagi í dag.

„Algerlega. Ég var niðri í höll áðan og það voru litlir krakkar að tala við mig og segjast elska mig, sem ég bjóst ekkert við. Þetta sumar var geggjað og það sem ég þurfti. Ég hef verið að battla inn og út í Pepsi-deild, þannig að taka eitt skrif niður. Ég var á hálfri löppinni allt tímabilið í sumar þannig að setja tíu mörk var mikill fengur fyrir líf mitt."

„Hann er mjög fínn. Ég finn fyrir litlu en það er alltaf eitthvað þegar maður er fótboltamaður," sagði hann ennfremur.
Arnór Gauti: Ef ekki núna, hvenær þá?
Athugasemdir
banner
banner
banner