mið 18. janúar 2023 23:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville setur spurningarmerki við varnarvegginn
Mynd: Getty Images

Manchester United gerði jafntefli gegn Crystal Palace í kvöld en Michael Olise tryggði Palace stig með marki beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.


Gary Neville fyrrum varnarmaður Manchester United var alls ekki sáttur með skipulagið hjá sínum mönnum í aukaspyrnunni og fannst mennirnir í veggnum alltof lávaxnir.

„Risa veggur með stórum leikmönnum gerir þetta erfiðara fyrir leikmanninn sem tekur spyrnuna. Það vantaði meiri ógn í vegginn og hann lét þetta líta vel út," skrifaði Neville á Twitter.

Alejandro Garnacho, Fred og Casemiro stóðu í veggnum en margir stuðningsmenn United hafa einnig furðað sig á því hvað veggurinn stóð aftarlega.

United missti af tækifæri á því að komast upp fyrir granna sína í Manchester City og setja pressu á Arsenal fyrir stórleikinn á sunnudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner