Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 21:03
Elvar Geir Magnússon
„Þú veist ekkert hvað þú ert að gera“
Van Nistelrooy fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Leicester.
Van Nistelrooy fékk að heyra það frá stuðningsmönnum Leicester.
Mynd: Getty Images
Stemningin hjá Leicester hefur súrnað hratt en spjótin beinast að stjóranum Ruud van Nistelrooy eftir sjöunda tap liðsins í röð. Leicester er í fallsæti og tapaði 0-2 fyrir Fulham í dag.

Stuðningsmenn Leicester létu óánægju sína í ljós á King Power leikvangnum og sungið var að Van Nistelrooy: „Þú veist ekkert hvað þú ert að gera“ þegar hann framkvæmdi skiptingu.

Stuttu síðar skoraði Fulham sitt annað mark og baul heyrðist úr stúkunni.

Van Nistelrooy, sem tók við af Steve Cooper í nóvember, segist þurfa að sætta sig við óánægjuraddir stuðningsmanna.

„Ég verð að taka þessu og ég geri það. Ég geri skiptingar til að reyna að hafa áhrif á leikinn. Þó það virki ekki þarf ég ekki að útskýra hverja einustu skiptingu. Það er ekki fyrir almenning að vita," sagði Van Nistelrooy eftir leik.

„Ég er hundsvekktur eftir þennan leik því við vorum engan veginn nægilega góðir. Það voru mun fleiri jákvæðir punktar í 2-0 tapinu gegn Crystal Palace á miðvikudaginn. Við þurfum að horfast í augu við stöðuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner