Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 18. mars 2023 11:20
Aksentije Milisic
Myndband: Mourinho rann á rassinn þegar hann mótmælti dómi
Mynd: EPA

AS Roma komst áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar á fimmtudeginum síðasta þegar liðið fór til Spánar og náði markalausu jafntefli gegn Real Sociedad.


Roma vann fyrri leik liðanna með tveimur mörkum gegn engu á Stadio Olimpico í Róm og því vissi þjálfari liðsins, Jose Mourinho, nákvæmlega hvernig ætti að setja leikinn upp og komast áfram í næstu umferð.

Roma varðist af krafti í leiknum og gerði lítið sem ekkert sóknarlega. Það dugði til sigurs í einvíginu og nú mun liðið mæta Feyenoord í átta liða úrslitum keppninnar.

Skondið atvik átti sér stað í leiknum en þá var Mourinho og þjálfarateymið hans eitthvað ósátt við störf dómarans í leiknum. Þeir stukku allir upp til að mótmæla dómnum en það endaði ekki vel fyrir Portúgalann sem rann á rassinn.

Hann hafði gaman að þessu en hann rölti beint að bekknum og hélt höndum sínum á lofti. Þegar hann fékk sér sæti sást í Cristian Volpato, leikmann liðsins, hlæjandi að Mourinho sem reyndi að útskýra mál sitt og sína að þetta væri skónum sínum að kenna.

Aðrir leikmenn og starfsmenn liðsins hlógu einnig en þetta skemmtilega atvik má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner