Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 18. mars 2024 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest, Ungverjalandi
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Ísrael
Icelandair
Hákon spilaði ekki með í nóvember vegna meiðsla. Hann var mikið á bekknum hjá Lille fyrir rúmum mánuði síðan en hefur minnt vel á sig að undanförnu og verið í byrjunarliðinu.
Hákon spilaði ekki með í nóvember vegna meiðsla. Hann var mikið á bekknum hjá Lille fyrir rúmum mánuði síðan en hefur minnt vel á sig að undanförnu og verið í byrjunarliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi náðu vel saman í leik Íslands gegn Portúgal í nóvember og þrátt fyrir takmarkaðan spiltíma hjá félagsliði sínu Pisa á Ítalíu þá er Hjörtur í líklegu byrjunarliði fyrir leikinn mikilvæga.
Hjörtur Hermannsson og Sverrir Ingi náðu vel saman í leik Íslands gegn Portúgal í nóvember og þrátt fyrir takmarkaðan spiltíma hjá félagsliði sínu Pisa á Ítalíu þá er Hjörtur í líklegu byrjunarliði fyrir leikinn mikilvæga.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Klukkan 19:45 á fimmtudag, að íslenskum tíma, hefst umspilsleikur Ísraels og Íslands. Sigurvegari leikins fer áfram í úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi. Leikurinn á fimmtudag fer fram í Búdapest á Szusza Ferenc Stadion, heimavelli Újpest.

Andstæðingurinn í úrslitaeinvíginu verður annað hvort Úkraína eða Bosnía & Hersegóvína.

Fótbolti.net setti saman líklegt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn mikilvæga.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Liðið var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag (hægt að hlusta í spilaranum hér að neðan) og voru menn á því að Arnór Sigurðsson, Jón Dagur Þorsteinsson og Guðmundur Þórarinsson gerðu sterkt tilkall í byrjunarliðið. Andri Lucas Guðjohnsen minnti svo á sig í gær með því að skora í sigri Lyngby.

Leikurinn á fimmtudag verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner