Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir í dag og komst að þessari niðurstöðu.
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tók málið fyrir í dag og komst að þessari niðurstöðu.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, steig fram í síðustu viku og viðurkenndi að hann hefði brotið veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deildinni.
Fram kemur í dómnum að að hann hafi veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra í Lengjubikar karla og einn í Mjólkurbikar karla.
„Óumdeilt er að kærði hefur ekki stundað veðmálastarfsemi á eigin leiki en nefndin telur engu að síður að um sé að ræða alvarleg brot á reglum sem er ætlað að standa vörð um heilindi og ásýnd íþróttarinn," segir enn fremur í dómnum.
Fram kemur í skýrslu um dóminn að KSÍ hafi í október 2024 valið tíu leikmenn úr bestu deildinni af handahófi til að kanna veðmálasögu þeirra á árinu 2024. Listi leikmanna var sendur UEFA sem aflaði í kjölfarið gagna frá Malta Gaming Authority (MGA).
Athugasemdir