Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   þri 18. mars 2025 18:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mateta reifst við lækninn - Vildi spila áfram
Mynd: EPA
Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er fjarverandi vegna meiðsla eftir að hafa orðið fyrir hræðilegri tæklingu í leik Crystal Palace gegn Millwall í enska bikarnum fyrr í þessum mánuði.

Liam Roberts, markvörður Millwall, tæklaði Mateta í höfuðið en Mateta mætti í viðtal hjá Sky Sports í dag með risa plástur yfir eyranu sem fór mjög illa út úr tæklingunni.

„Þegar hann sparkaði í mig lá ég og beið eftir því að hann fengi rautt spjald, ég var tilbúinn að halda áfram. Ég hugsaði: 'þurrkaðu bara blóðið af og ég held áfram," sagði Mateta.

„Ég var að rífast við lækninn í þrjátíu sekúndur að segja að ég vildi spila. Læknirinn sá meiðslin en ekki ég. Ég fann ekki sársaukann en fyrir blóðinu jú. Ég hélt að þetta væri smá skurður."

Roberts var dæmdur í sex leikja bann fyrir brotið.

„Hann sendi mér skilaboð þegar ég var á spítalanum og ég saagði honum að þetta væri í lagi, svona er fótboltinn. Hann var áhyggjufullur," sagði Mateta.
Athugasemdir
banner
banner