Ítalska stórliðið Napoli hefur gert samkomulag við Napoli um kaup á ítalska miðverðinum Luca Marianucci en þetta staðfestir umboðsmaður hans við ítalska miðla.
Marianucci er tvítugur og spilaði sinn fyrsta A-deildarleik með Empoli á þessu tímabili.
Hann hefur komið sterkur inn í byrjunarliðið og alls spilað fjórtán leiki í öllum keppnum.
Miðvörðurinn hefur átt stóran þátt í góðu gengi liðsins í ítalska bikarnum og lagt upp tvö mörk á leið liðsins í undanúrslit.
Umboðsmaður hans segir að þetta verði hans síðasta tímabil í treyju Empoli en samningar hafa náð við Napoli sem kaupir hann á 9 milljónir evra í sumar. Búið er að ganga frá öllum helstu smáatriðum og gerir hann fimm ára samning.
„Við höfum náð samkomulagi við Napoli um kaupverð. Allt er klappað og klárt,“ sagði Mario Giufreddi, umboðsmaður Marianucci, við DAZN.
Athugasemdir