Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
banner
   sun 18. apríl 2021 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Sjálfsmark tryggði Milan sigur - Okkar konur steinlágu
Kvenaboltinn
Rebic smellhitti boltann
Rebic smellhitti boltann
Mynd: EPA
Guðný Árnadóttir
Guðný Árnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milan 2 - 1 Genoa
1-0 Ante Rebic ('13 )
1-1 Mattia Destro ('37 )
2-1 Gianluca Scamacca ('68 , sjálfsmark)

AC Milan vann 2-1 sigur á Genoa í fyrsta leik dagsins í ítölsku Serie A.

Ante Rebic kom heimamönnum í Milan yfir á 13. mínútu þegar hann smellhitti boltann og skoraði framhjá markverði Genoa.

Mattia Destro jafnaði fyrir gestina þegar hann skallaði hornspyrnu Miha Zajc í netið.

Á 68. mínútu varð framherjinn Gianluca Scamacca fyrir því óláni að skora sjálfsmark í liði Genoa þegar boltinn fór af honum í netið eftir hornspyrnu Milan. Milan er í 2. sæti og Genoa er í 14. sæti deildarinnar.

Í ítölsku kvennadeildinni steinlá Napoli gegn einmitt AC Milan þegar liðin mættust á heimavelli AC Milan. Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði Napoli og lék allan leikinn. Hún er samningsbundin Milan en er á láni hjá Napoli út leiktíðina.

Lára Kristín Pedersen kom inn á í liði Napoli í hálfleik í stöðunni 3-0. Lokatölur urðu 4-0 fyrir heimakonur.

Milan er í 2. sæti deildarinnar og Napoli í 10. sæti deildarinnar, með betri markatölu en San Marino Akademían sem er í næstneðsta sæti.

Leikir dagsins í karladeildinni:
Lazio 13:00 Benevento
Bologna 13:00 Spezia
Atalanta 13:00 Juventus
Torino 16:00 Roma
Napoli 18:45 Inter
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
9 Cremonese 14 5 5 4 18 17 +1 20
10 Lazio 14 5 4 5 16 11 +5 19
11 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
12 Atalanta 14 3 7 4 17 17 0 16
13 Cagliari 14 3 5 6 14 19 -5 14
14 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
15 Parma 14 3 5 6 10 17 -7 14
16 Torino 14 3 5 6 14 26 -12 14
17 Lecce 14 3 4 7 10 19 -9 13
18 Pisa 14 1 7 6 10 19 -9 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner