Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fös 18. apríl 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Hljóp beint í fangið á Amorim - „Segir allt um samband hans við leikmenn liðsins“
Andre Onana
Andre Onana
Mynd: EPA
Ruben Amorim
Ruben Amorim
Mynd: EPA
Enginn leikmaður Manchester United fagnaði meira en kamerúnski markvörðurinn André Onana eftir glæstan endurkomusigur liðsins á Lyon í Evrópudeildinni í gær.

Onana er sá leikmaður United sem hefur fengið hvað mestu gagnrýni fyrir frammistöðu sína.

Markvörðurinn var álitinn einn besti markvörður heims áður en hann gekk í raðir United frá Inter árið 2023, en ekki tekist að fylgja því eftir hjá rauðu djöflunum.

Gagnrýnin var sem mest eftir fyrri leikinn gegn Lyon í síðustu viku. Þar gerði hann tvenn mistök sem hefðu getað reynst dýrkeypt fyrir United og tók Ruben Amorim, stjóri United, ákvörðun um að velja hann ekki hópinn gegn Newcastle um helgina.

Vildi hann að Onana fengi hvíld til að aftengja sig frá fótbolta og virkaði það ágætlega. Hann fékk vissulega á sig fjögur mörk gegn Lyon í gær, en frammistaða hans var töluvert betri en í síðustu leikjum.

Eftir dramatískan sigur United í gær hljóp Onana beint í fangið á Amorim til að fagna sigrinum og brosti allan hringinn er hann hélt áfram að fagna með leikmönnum og stuðningsfólki United.

„Byggður af Onana-hugarfarinu,“ skrifaði markvörðurinn við færslu sína á Instagram og X.

Manchester Evening News skrifaði aðeins um endurkomu Onana í liðið og fögnuð hans með Amorim eftir leik. „Viðbrögð hans segir allt um samband Amorim við leikmennina. Onana hefur fengið mikla gagnrýni fyrir þau mistök sem hann hefur gert og var það stór ákvörðun hjá Amorim að taka hann úr hópnum, en svo virðist sem að sú ákvörðun hafi haft áhrif á samband þeirra,“ skrifaði Sam Luckhurst, blaðamaður MEN eftir leikinn.




Athugasemdir
banner