Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
   fös 18. apríl 2025 20:15
Anton Freyr Jónsson
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara vel, fannst við spila nokkuð vel. Fyrri hálfleik fannst mér við spila flott, komumst í margar góðar stöður og góðar hreyfingar á okkur. Markið lét aðeins standa á sér. Þeir vörðust vel og við vorum ekki alveg að ná að klára sóknirnar en ég vissi að ef við mundum halda áfram þá myndi markið koma og eftir að við skorum fyrsta markið þá fannst mér þetta aldrei vera spurning." sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 4-0 sigurinn á KFA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla og KA verður í drættinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin. 


Lestu um leikinn: KA 4 -  0 KFA

„Þetta er keppni sem okkur þykir vænt um og við leggjum mikla áherslu á. Síðustu ár höfum við farið í bæði í undanúrslit og úrslit og svo unnið þetta og það er skýrt markmið hjá okkur að við stefnum bara á Laugardalsvöll."

Marcel Römer gekk til liðs við KA frá Lyngby á dögunum og hann kom inn á í kvöld og skoraði.

„Leikurinn var svolítið búin þegar hann kemur inn á en hann kemur inn og er klár leikmaður, leysti vel úr stöðunum og gaman fyrir að skora mark. Hann kemur bara flottur inn ég er svosem bara búin að sjá eina æfingu með honum og þennan leik þannig hann þarf kannski smá tíma til að komast í sitt besta form en hann hjálpar okkur strax."

Nánar var rætt við Hallgrím Jónasson í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir