
Mér líður bara vel, fannst við spila nokkuð vel. Fyrri hálfleik fannst mér við spila flott, komumst í margar góðar stöður og góðar hreyfingar á okkur. Markið lét aðeins standa á sér. Þeir vörðust vel og við vorum ekki alveg að ná að klára sóknirnar en ég vissi að ef við mundum halda áfram þá myndi markið koma og eftir að við skorum fyrsta markið þá fannst mér þetta aldrei vera spurning." sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 4-0 sigurinn á KFA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikar karla og KA verður í drættinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.
Lestu um leikinn: KA 4 - 0 KFA
„Þetta er keppni sem okkur þykir vænt um og við leggjum mikla áherslu á. Síðustu ár höfum við farið í bæði í undanúrslit og úrslit og svo unnið þetta og það er skýrt markmið hjá okkur að við stefnum bara á Laugardalsvöll."
Marcel Römer gekk til liðs við KA frá Lyngby á dögunum og hann kom inn á í kvöld og skoraði.
„Leikurinn var svolítið búin þegar hann kemur inn á en hann kemur inn og er klár leikmaður, leysti vel úr stöðunum og gaman fyrir að skora mark. Hann kemur bara flottur inn ég er svosem bara búin að sjá eina æfingu með honum og þennan leik þannig hann þarf kannski smá tíma til að komast í sitt besta form en hann hjálpar okkur strax."
Nánar var rætt við Hallgrím Jónasson í sjónvarpinu hér að ofan.