Aldís Ylfa Heimisdóttir hefur valið landsliðshóp kvenna U16 sem tekur þátt í UEFA Development móti sem fer fram í Eistlandi.
Ísland spilar þar við Kósovó og Slóvakíu, auk Eistlands, og fljúga stelpurnar út 27. apríl.
Fyrsti leikur er gegn Slóvakíu 29. apríl, sá næsti gegn Eistlandi 1. maí og lokaleikurinn verður gegn Kósovó 4. maí.
FH á langflesta fulltrúa í hópnum eða fimm talsins, tveimur meira heldur en koma úr herbúðum Stjörnunnar.
Landsliðshópur U16
Hólmfríður Birna Hjaltested - Afturelding
Karolína Ósk Guðmundsdóttir - Breiðablik
Anna Heiða Óskarsdóttir - FH
Eva Marín Sæþórsdóttir - FH
Hafrún Birna Helgadóttir - FH
Ingibjörg Magnúsdóttir - FH
Steinunn Erna Birkisdóttir - FH
Rebekka Sig Brynjarsdóttir - Grótta
Elísa Birta Káradóttir - HK
Sigrún Ísfold Valsdóttir - HK
Kristín Klara Óskarsdóttir - ÍBV
Lilja Kristín Svansdóttir - ÍBV
Hilda Rún Hafsteinsdóttir - Keflavík
Kara Guðmundsdóttir - KR
Ásthildur Lilja Atladóttir - Stjarnan
Fanney Lísa Jóhannesdóttir - Stjarnan
Tinna María Heiðdísardóttir - Stjarnan
Anika Jóna Jónsdóttir - Víkingur R.
Arna Ísold Stefánsdóttir - Víkingur R.
Bríet Fjóla Bjarnadóttir - Þór/KA
Athugasemdir