Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   mán 18. maí 2015 09:00
Fótbolti.net
Lið 3. umferðar: Valur á tvo leikmenn og þjálfarann
Ólafur Jóhannesson er þjálfari umferðarinnar.
Ólafur Jóhannesson er þjálfari umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úrvalslið 3. umferðar Pepsi-deildarinnar er hér að neðan en umferðin fór öll fram í gær. Domino's býður upp á úrvalsliðið og leikmann umferðarinnar sem kynntur verður síðar í dag.

Ólafur Jóhannesson er þjálfari umferðarinnar. Ólafur var kokhraustur fyrir leik og sagðist sannfærður um að Valur gæti lagt FH. Hann þekkir Hafnarfjarðarliðið út og inn og landaði öllum þremur stigunum. Reynslan hefur kennt honum hvernig rétt er að svara gagnrýninni!



Valsmenn eiga einnig tvo leikmenn í úrvalsliðinu en það eru Kristinn Freyr Sigurðsson og Sigurður Egill Lárusson sem skoraði bæði mörkin. Sigurður Egill er einn fremstur í talsvert varnarsinnuðu úrvalsliði.

Árni Snær Ólafsson markvörður Skagamanna er í liðinu eftir 1-1 jafntefli gegn Víkingi. Varnarmaðurinn Milos Zivkovic var besti maður Víkinga.

Skúli Jón Friðgeirsson og Jacob Schoop eru í liðinu eftir að hafa verið flottir í sigri KR gegn Fjölni. Einar Orri Einarsson og félagar í Keflavík gerðu 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki.

Leiknismenn sóttu stig í Garðabæinn. Halldór Kristinn Halldórsson miðvörður var þar besti maður vallarins en miðjumaðurinn Sindri Björnsson kemst einnig í liðið.

Daði Ólafsson og Oddur Ingi Guðmundsson leikmenn Fylkis átti góðan dag þegar Árbæjarliðið lagði Eyjamenn á sannfærandi hátt.

Fyrri úrvalslið:
2. umferð
1. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner