Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 18. maí 2019 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man City og Watford: De Bruyne maður leiksins
Kevin De Bruyne var besti maður vallarins er Manchester City tryggði sér enska bikarinn með öruggum 6-0 sigri í úrslitaleiknum gegn Watford.

De Bruyne byrjaði leikinn á bekknum og fékk að koma inn á 55. mínútu fyrir Riyad Mahrez. Sex mínútum síðar var hann búinn að skora og skömmu síðar lagði hann upp fyrir Gabriel Jesus.

Það kemur á óvart að fréttamaður Sky Sports hafi ekki valið Raheem Sterling sem mann leiksins, hann setti þrjú mörk og fékk sömu einkunn og De Bruyne.

Bernardo Silva og Gabriel Jesus fengu einnig 9 í einkunn fyrir sínar frammistöður. Allir leikmenn Watford fengu ýmist 5 eða 6 fyrir sinn þátt í dag.

Man City: Ederson (7), Walker (6), Kompany (7), Laporte (7), Zinchenko (6), Gundogan (7), Silva (7), Mahrez (7), Bernardo (9), Sterling (9), Jesus (9)
Varamenn: De Bruyne (9)

Watford: Gomes (5), Femenia (6), Cathcart (5), Mariappa (6), Holebas (5), Capoue (6), Doucoure (5), Hughes (6), Pereyra (6), Deulofeu (6), Deeney (6)
Athugasemdir
banner