Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   lau 18. maí 2019 16:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Valencia náði síðasta Meistaradeildarsætinu
Valencia fer í Meistaradeildina að ári. Spennandi Meistaradeildarbaráttan á Spáni réðist núna áðan.

Valencia fór á heimavöll Real Valladolid og vann þar 2-0 sigur. Carlos Soler og Rodrigo Moreno skoruðu mörkin.

Getafe þurfti því að vinna Villarreal og sömuleiðis vinna upp markatöluna á Valencia. Fyrir leikina voru Getafe og Valencia jöfn að stigum en Valencia með 14+ í markatölu og Getafe 13+ í markatölu.

Svo fór að Getafe tókst ekki að vinna Villarreal. Getafe komst tvisvar yfir í leiknum en Villarreal jafnaði í bæði skiptin. Seinna jöfnunarmark Villarreal kom á 87. mínútu.

Valencia tekur því síðasta Meistaradeildarsætið og Getafe endar í sjötta sæti. Sevilla tekur fimmta sætið eftir 2-0 sigur á Athletic Bilbao.

Espanyol fer í Evrópudeildina eftir 2-0 heimasigur á Real Sociedad. Athletic Bilbao missir af sæti í Evrópukeppni.

Tíu leikmenn Atletico komu til baka
Í fyrsta leik dagsins lenti Atletico Madrid í vandræðum með Levante. Atletico lenti 2-0 undir og var staðan þannig í hálfleik.

Staðan skánaði ekki þegar Angel Correa lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot á 51. mínútu. En þrátt fyrir að vera manni færri náði Atletico að jafna metin í 2-2. Rodri og hinn 18 ára gamli Sergio Camello skoruðu mörkin.

Antoine Griezmann var væntanlega að leika sinn síðasta leik fyrir Atletico í dag. Hann er búinn að segja að hann vilji fara í sumar.

Atletico endar í öðru sæti deildarinnar en Levante er sem stendur í 14. sætinu.

Espanyol 2 - 0 Real Sociedad
1-0 Roberto Rosales ('58 )
2-0 Wu Lei ('66 )

Getafe 2 - 2 Villarreal
1-0 Francisco Portillo ('13 )
1-1 Vicente Iborra ('44 )
2-1 Nemanja Maksimovic ('76 )
2-2 Gerard Moreno ('87)

Sevilla 2 - 0 Athletic
1-0 Wissam Ben Yedder ('44 )
2-0 Munir El Haddadi ('90 )

Levante 2 - 2 Atletico Madrid
1-0 Erick Cabaco ('6 )
2-0 Roger Marti ('36 )
2-1 Rodri Hernandez ('68 )
2-2 Sergio Camello ('79 )
Rautt spjald:Angel Correa, Atletico Madrid ('51)

Valladolid 0 - 2 Valencia
0-1 Carlos Soler ('36 )
0-2 Rodrigo Moreno ('52 )

Deildin klárast á morgun, en það eru þrír leikir á dagskrá í kvöld.

Í kvöld:
18:45 Alaves - Girona
18:45 Celta - Vallecano
18:45 Huesca - Leganes

Á morgun
10:00 Real Madrid - Betis (Stöð 2 Sport)
14:15 Eibar - Barcelona (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner