Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. maí 2022 20:57
Brynjar Ingi Erluson
„Díaz þarf að stíga upp ef Liverpool missir Salah"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enski sparkspekingurinn Rio Ferdinand segir að kólumbíski sóknarmaðurinn Luis Díaz þurfi að stíga upp ef Mohamed Salah ákveður að yfirgefa Liverpool.

Síðan Salah kom til Liverpool hefur hann skorað 155 mörk í 252 leikjum fyrir félagið í öllum keppnum. Það stefnir í að hann verði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í þriðja sinn en ekki er ljóst hvort hann verði mikið lengur hjá félaginu.

Samningur hans gildir út næsta tímabil og hafa samningaviðræður ekki gengið eins og í sögu. Leikmaðurinn vill vera áfram en samkvæmt fréttum vill Salah fá 400 þúsund pund í vikulaun og yrði hann því einn launahæsti leikmaður deildarinnar.

Liverpool gæti þurft að selja hann í sumar ef það nær ekki samkomulagi við Salah og þá þarf Luis Díaz að stíga upp að sögn Ferdinand. Díaz kom í janúar og hefur heillað frá fyrstu mínútu en þarf fleiri mörk til að fylla skarð Salah.

„Ef þú missir Salah þá ertu að missa 30 plús mörk á tímabili. Þar þyrfti Luis Día að stíga upp," sagði Ferdinand í hlaðvarpsþættinum Vibe with Five.

„Ef við tölum um spennuna og skemmtanagildið að horfa á hann þá er hann í hæsta klassa. Hann er alveg að skora en hann er bara ekki alveg á sömu síðu og Salah."

„Það er það sem við erum að tala um og þetta er munurinn. Undir eðlilegustu kringumstæðum þegar leikmaður eins og Salah fer þá er það alltaf undir hinum leikmönnunum að stíga upp
Athugasemdir
banner
banner
banner