mið 18. maí 2022 09:10
Ívan Guðjón Baldursson
Mbappe ósáttur með ummæli Laporta
Mynd: EPA

Kylian Mbappe og teymi hans eru ekki ánægð með nýleg ummæli sem Joan Laporta, umdeildur forseti Barcelona, lét falla í gær.


Laporta var spurður hvort Barcelona hefði áhuga á Mbappe, sem verður samningslaus í sumar, og svaraði því neitandi.

„Við myndum aldrei íhuga að semja við leikmann sem biður um 50 milljónir evra í árslaun - eftir skatt," sagði Laporta.

Teymi Mbappe segir ekkert vera til í þessum orðum Laporta og bendir á að framherjinn hefur aldrei verið í viðræðum við Barcelona.

Fabrizio Romano greinir frá þessu og bætir því við að Mbappe segist þurfa nokkra daga til að taka ákvörðun varðandi framtíðina. Hann er að skoða tilboð frá PSG og Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner