Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. maí 2023 19:20
Elvar Geir Magnússon
Rauða stjarnan lætur Milos fara (Staðfest)
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Getty Images
Rauða stjarnan í Belgrad hefur tilkynnt að Milos Milojevic muni yfirgefa félagið í sumar. Þrátt fyrir frábæran árangur og yfirburðasigur í serbnesku deildinni verður samningur hans ekki framlengdur.

Rauða stjarnan vann sinn 34. meistaratitil undir stjórn Milosar og á bikarúrslitaleik framundan. Um mánaðamótin mun Milos hinsvegar láta af störfum.

„Ég þakka Rauðu stjörnunni fyrir að gefa mér, sem ungum þjálfara, tækifæri til að sanna mig á stóra sviðinu. Samvinna okkar hefur verið framúrskarandi," segir Milos, sem er fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks. Hann er bæði með íslenskt og serbneskt ríkisfang.

Hann fékk ekki traustið til að stýra Rauðu Stjörnunni í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Barak Bakhar, þjálfari Maccabi Haifa, verður ráðinn í hans stað samkvæmt fjölmiðlum í Serbíu.

Undir stjórn Milosar vann Rauða stjarnan serbnesku deildina með 24 stiga mun. Liðið leikur til úrslita í bikarnum í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner