Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 20:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
2. deild: Endurtekin vítaspyrna á sjöttu mínútu uppbótartíma
Kristófer Dan
Kristófer Dan
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Haukar 1 - 1 Njarðvík
0-1 Kenneth Hogg ('57)
1-1 Kristófer Dan Þórðarson, víti ('90+6)
Rautt spjald: Tómas Leó Ásgeirsson ('41)

Haukar og Njarðvík gerðu 1-1 jafntefli á Ásvöllum í kvöld þegar liðin mættust í 7. umferð 2. deildar.

Staðan var markalaus í hléi en Haukar lentu manni undir á 41. mínútu þegar Tómas Leó braut illa af sér.

Njarðvík komst yfir á 57. mínútu með marki frá Kenneth Hogg. Gestirnir héldu forystunni í tæpar fjörutíu mínútur eða allt þar til á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Þá skoraði Kristófer Dan úr vítaspyrnu og jafnaði leikinn. Robert Blakala varði fyrst vítaspyrnuna en hún var endurtekin þar sem Blakala fór af línunni.

Kristófer skoraði úr endurteknu vítaspyrnunni og tryggði Haukum stig.

Njarðvík er með ellefu stig eftir sjö leiki og Haukar eru með níu stig. Njarðvík er sem stendur í öðru sæti en Haukar í sjöunda sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner