banner
   fös 18. júní 2021 20:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Souness segir England þurfa leikmann eins og Gilmour
Mynd: EPA
Graeme Souness er sérfræðingur í setti í kringum útsendingu ITV í Bretlandi frá leik Englands og Skotlands sem nú fer fram á Wembley.

Souness er Skoti og var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleiknum. Sérstaklega var hann ánægður með frammistöðu Billy Gilmour á miðjunni hjá Skotum.

„England þarf leikmann eins og Billy Gilmour. Einhvern öðruvísi. Þeir eru með Kalvin Phillips og Declan Rice - tvo eins leikmenn. Þetta er England á heimavelli og þeir eru ekki að ógna. Ég sá það sama gegn Króatíu. Þeir þurfa öðruvísi leikmann inn á miðjuna, einhvern eins og Gilmour. Því miður fyrir þá er Gilmour skoskur," sagði Souness.

„Gilmour er besti leikmaðurinn á vellinum, hefur ekki misst boltann og er það mikill kostur fyrir miðjumann. Ég er hæstánægður með frammistöðuna til þessa," sagði Souness.

Staðan í leiknum er markalaus þegar um stundarfjórðungur er til leiksloka.
Athugasemdir
banner
banner
banner