Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 10:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar Örn upplýsir um stærstu félögin sem reyndu að fá hann
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson var gestur í þættinum Chess After Dark í vikunni. Þar tefldi hann og svaraði nokkrum spurningum frá aðdáendum.

Viðar Örn hefur átt áhugaverðan feril. Hann hefur spilað á Íslandi, í Noregi, í Svíþjóð, í Noregi, í Kína, í Rússlandi, í Ísrael og í Tyrklandi. Núna er hann á mála hjá Vålerenga í Noregi.

Viðar hefur raðað inn mörkum nánast hvert sem hann hefur farið. Ein af spurningunum sem hann fékk var hvert væri stærsta félagið sem hefur reynt að fá hann.

„Það hafa komið nokkur fín félög sko. Zenit, Stuttgart, Bordeaux... Það er eitt að hafa áhuga og að koma öllu þessu í gang. Ég er að meina félög sem komu með tilboð," sagði Viðar.



Liðið best í Noregi og Ísrael
Viðar var jafnframt spurður að því í þættinum hvar honum hefði liðið best og hvort það væri eitthvað sem hann sæi eftir á ferlinum.

„Það er erfitt að svara þessu. Það er 'mix' á milli Ísrael og Noregs," sagði Viðar þegar hann svaraði því hvar honum hefði liðið best og bætti hann svo við:

„Ég sé smá eftir að hafa farið til Kína, á þeim tíma."

Viðar sagði jafnframt að hann gæti séð fyrir sér að enda ferilinn á Íslandi. Hann er uppalinn á Selfossi, en hefur einnig spilað með ÍBV og Fylki hér á landi.

Hægt er að horfa á bestu bitana úr þættinum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner