Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 18. júní 2022 15:49
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Blikar unnu stórt á Akureyri
Blikar unnu örugglega á Akureyri
Blikar unnu örugglega á Akureyri
Mynd: Hrefna Morthens
Þór/KA 0 - 4 Breiðablik
0-1 Clara Sigurðardóttir ('9 )
0-2 Karitas Tómasdóttir ('51 )
0-3 Karitas Tómasdóttir ('58 )
0-4 Natasha Moraa Anasi ('82 )
Lestu um leikinn

Breiðablik er einu stigi á eftir Val í Bestu deild kvenna eftir að hafa unnið Þór/KA 4-0 á Salt-Pay vellinum í dag.

Clara Sigurðardóttir tók forystuna fyrir Blika á 9. mínútu. Birta Georgsdóttir keyrði upp hægri kantinn áður en hún lagði boltann fyrir Clöru sem skoraði örugglega.

Heimakonur voru nálægt því að jafna níu mínútum síðar en skot fór þá af varnarmanni og rétt framhjá markinu. Hildur Antonsdóttir kom sér í dauðafæri fyrir Blika átta mínútum fyrir lok fyrri háfleiks en Harpa Jóhannsdóttir varði vel.

Blikar gerðu út um leikinn á sjö mínútum í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Karítas Tómasdóttur. Hildur lagði upp fyrra markið eftir góðan sprett og þá kom seinna markið eftir hornspyrnu.

Natasha Moraa Anasi gerði svo fjórða og síðasta mark leiksins með skalla eftir hornspyrnu á 82. mínútu og þar við sat. Lokatölur 4-0 fyrir Blika sem eru áfram í 2. sæti með 21 stig, stigi á eftir Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner