Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 18. júní 2025 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Eiður Aron er að eiga frábært tímabil
Eiður Aron er að eiga frábært tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron Sigurbjörnsson var maður leiksins er Vestri vann Þór 2-0 og kom sér í undanúrslit Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Þór

Miðvörðurinn er að eiga frábært tímabil á Ísafirði. Vestri er í toppbaráttu í Bestu deildinni og er nú aðeins einum leik frá því að komast í bikarúrslit.

Hann kom að báðum mörkum Vestra og var valinn bestur af Fótbolta.net í leiknum í kvöld.

„Já, bara flott. Ég reyni að gera eitthvað í þessum föstu leikatriðum og með fínar sendingar inn fyrir og höldum síðan hreinu. Þetta er frábær dagur,“ sagði Eiður Aron við Fótbolta.net.

Eiður Aron er að elska lífið á Ísafirði og talaði aðeins um muninn á liðinu í ár og í fyrra.

„Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna. Þetta er geggjaður hópur. Munurinn á árinu í ár og í fyrra er að meiðslin í fyrra voru endalaus en við erum að sleppa við það núna. Hópurinn hefur verið að æfa allan tímann saman og erum bara að ná að æfa hluti sem eru að skila sér á vellinum.“

Varnarmaðurinn á sér engan óska mótherja í undanúrslitunum.

„Neinei, erum ekkert að pæla í því. Við erum bara að pæla í FH á sunnudaginn og svo kemur hitt bara í ljós,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner