Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 18. júní 2025 23:39
Alexander Tonini
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, kannski í dag á endanum verðskuldað tap. Að sama skapi þá heppnaðist upphlaupið okkar að ákveðnum hluta upp þar sem við ætluðum að liggja til baka, vera agressívir og sækja hratt á þá.

Við erum komnir í 1-0 og svo 2-1 stöðu, en við gefum frá okkur forystuna full snemma. Við hefðum þurft að halda henni aðeins lengur"
, sagði Haraldur Freyr eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni 2-4 í fjörugum leik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Hefðum við náð einu marki þá hefði komið smá spenna í þetta"

Keflavík hefur þar með lokið leik í Mjólkurbikarnum og geta einbeitt sér alfarið að Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  2 Keflavík

Keflavík komst tvívegis yfir í leiknum en voru ekki lengi að missa niður forystuna í bæði skiptin.

„Eins og ég segi við náum ekki að halda forystunni nógu lengi. Í stöðunni 2-1 þegar mesti skrekkurinn er farinn úr okkur og er erum aðeins að ná að halda í boltann, þá gefum við þeim bara mark. Það voru bara mistök og menn gera mistök og verða bara að læra af því"

„Hann fékk högg í síðasta leik fyrir norðan og stökkbólginn ökli og ekki leikfær", sagði Haraldur um ástandið á Stefan Ljubicic sem var ekki í leikmannhópi í kvöld.

Óstaðfestar fregnir úr Keflavík eru að sumir furða sig á því af hverju Gabríel Aron markahæsti maður liðsins hefur ekki fengið fleiri mínútur er raun ber vitni.

„Það er bara réttmæt spurning. Við erum með þokkalega stóran hóp og ákváðum að spila Mudri upp á topp Króatanum okkar, gefa honum séns, hann hefur líka fengið fá tækifæri. Gabríel er ungur og efnilegur leikmaður sem á eftir að fá fullt af fleiri sénsum í sumar og vonandi skora fullt af mörkum fyrir okkur"
Athugasemdir
banner
banner