Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   mið 18. júní 2025 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
Sigurður Höskuldsson
Sigurður Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Már tók fram skóna með Þór
Alexander Már tók fram skóna með Þór
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sigurður Höskuldsson, þjálfari Þórs, var ánægður með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum í 2-0 tapinu gegn Vestra í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  0 Þór

Tvö mörk á sex mínútum sendu Þórsara úr leik í bikarnum þetta árið, en Sigurði fannst frammistaðan í síðari hálfleik töluvert betri en í þeim fyrri.

Hann segir úrslitin svekkjandi og að liðið hafi verið óheppið að ná ekki inn nokkrum mörkum.

„Svekkjandi að hafa tapað þessum leik. Mér fannst við verjast fínt fyrstu þrjátíu mínúturnar, fórum vel eftir plani og þeir áttu erfitt með að opna okkur, en týpískt að fá á sig mark úr föstu leikatriði á móti svona liði. Fyrst að litla liðið kemur í heimsókn þá er var það svolítið lenskan að stóra liðið skorar ódýr mörk og annað ódýrt í kjölfarið sem var pirrandi. Við komum allt öðruvísi stemmdir í seinni hálfleikinn og fannst við nokkuð góðir þar. Vorum óheppnir að skora ekki mark eða mörk þannig heilt yfir ánægður með karakterinn sem við sýndum í seinni,“ sagði Sigurður við Fótbolta.net.

„Við stigum aðeins á þá og færðum okkur töluvert framar. Lágum djúpt og gleymdum því svolítið að það þurfi að senda boltann á milli þannig breyttum því svo sannarlega í seinni hálfleik og fannst við spila mjög vel.“

Alexander Már Þorláksson var óvænt í byrjunarliði Þórsara í leiknum. Hann yfirgaf Þór eftir síðasta tímabil og flutti á Akranes, en ákvað að segja já þegar kallið kom.

Sigurður býst ekki við því að hann verði áfram með Þór í sumar.

„Nei, ég býst ekki við því. Það er búið að vera smá meiðslavesen á okkur og hann býr á Akranesi og búinn að taka sér frí frá fótbolta þannig við kölluðum hann bara í þennan leik. Hann stóð sig frábærlega við erfiðar aðstæður, en býst ekki við því að hann taki mikið meira þátt.“

Meiðslavandræði hafa herjað Þórsara en Sigurður segir bjarta tíma framundan. Menn séu að koma úr meiðslum og er hann þá sannfærður um að Þór, sem ser í 7. sæti, sé eitt besta lið Lengjudeildarinnar.

„Við ættum að endurheimta 3-4 fyrir næsta leik. Tveir í banni í dag og býst að við verðum með fjölmennari hóp í næstu leikjum.“

„Bara halda áfram því sem við erum að gera. Það er búið að vera smá vesen á hópnum sem er svekkjandi. Mér finnst við ekki búnir að spila eitthvað hræðilega í síðustu leikjum og finnst við eiga vera með fleiri stig úr síðustu þremur þrátt fyrir hvað eru margir frá. Nú eru þeir að koma aftur, þéttist hópurinn og þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma fyrir okkur en við snúum þessu bara við. Mér finnst við vera eitt besta liðið í deildinni og það hlýtur að fara skila okkur fleiri stigum,“
sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner