Fram og Stjarnan unnu heldur betur óvænta sigra í 9. umferð Bestu deildar kvenna.
Eftir að hafa tapað 8-0 gegn Val í fyrra, þá fór Fram á Hlíðarenda á dögunum og vann þar 1-2 sigur. Murielle Tiernan var frábær í leiknum og það sama má segja um Unu Rós Unnarsdóttur og Telmu Steindórsdóttur. Aðra umferðina í röð er Óskar Smári Haraldsson þjálfari umferðarinnar en það er ekki annað hægt en að standa upp og klappa fyrir honum. Óskar var í harðri baráttu við Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfara Stjörnunnar, að þessu sinni.
Eftir að hafa tapað 8-0 gegn Val í fyrra, þá fór Fram á Hlíðarenda á dögunum og vann þar 1-2 sigur. Murielle Tiernan var frábær í leiknum og það sama má segja um Unu Rós Unnarsdóttur og Telmu Steindórsdóttur. Aðra umferðina í röð er Óskar Smári Haraldsson þjálfari umferðarinnar en það er ekki annað hægt en að standa upp og klappa fyrir honum. Óskar var í harðri baráttu við Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfara Stjörnunnar, að þessu sinni.

Stjarnan varð nefnilega fyrsta liðið til að leggja Þrótt að velli í sumar. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving átti mjög góðan leik í marki Stjörnunnar og var Anna María Baldursdóttir öflug í vörninni.
Breiðablik er á toppi deildarinnar eftir 0-2 sigur á Þór/KA. Birta Georgsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og var maður leiksins en Kristín Dís Árnadóttir steig ekki feilspor í vörn Blika.
FH er að spila frábærlega en þær unnu 5-1 sigur á Tindastóli þar sem Ída Marín Hermannsdóttir var maður leiksins. Maya Hansen var þá öflug í liði FH eins og hún hefur verið í allt sumar.
Þá komst Víkingur á sigurbraut er þær heimsóttu lánlaust lið FHL. Linda Líf Baoma var virkilega öflug í þeim leik eins og Freyja Stefánsdóttir.
Fyrri lið umferðarinnar
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 11 | 9 | 1 | 1 | 43 - 8 | +35 | 28 |
2. FH | 11 | 8 | 1 | 2 | 26 - 12 | +14 | 25 |
3. Þróttur R. | 11 | 8 | 1 | 2 | 24 - 11 | +13 | 25 |
4. Þór/KA | 11 | 6 | 0 | 5 | 19 - 18 | +1 | 18 |
5. Valur | 11 | 4 | 3 | 4 | 14 - 15 | -1 | 15 |
6. Fram | 11 | 5 | 0 | 6 | 15 - 24 | -9 | 15 |
7. Tindastóll | 11 | 4 | 1 | 6 | 17 - 20 | -3 | 13 |
8. Stjarnan | 11 | 4 | 0 | 7 | 12 - 24 | -12 | 12 |
9. Víkingur R. | 11 | 3 | 1 | 7 | 18 - 27 | -9 | 10 |
10. FHL | 11 | 0 | 0 | 11 | 5 - 34 | -29 | 0 |
Athugasemdir