Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 18. júlí 2016 22:33
Jóhann Ingi Hafþórsson
Víkinni
Gregg: Ég veit við snúum þessu við!
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög erfitt að kyngja þessu þegar þú spilar svona vel. Baráttan og skipulagið var fyrsta flokks. Þeir sköpuðu góð færi og ég er himinlifandi með hvernig þeir báru sig í leiknum. Ég er ánægður með frammistöðuna og við munum snúa þessu við," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, eftir 2-0 tap gegn Víkingum í dag.

Staðan var 0-0 allt þangað til í uppbótartíma en þá skoraði varamaðurinn Óttar Magnús Karlsson, glæsilegt mark, áður en að Gary Martin bætti við öðru.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Þróttur R.

„Þetta var ótrúlegt skot en við munum ekki tapa hverjum einasta leik, við munum snúa þessu við og við munum byrja að vinna leiki, ég veit það."

Björgvin Stefánsson og Christian Sorensen voru að spila sinn fyrsta leik fyrir Þrótt og var Gregg mjög ánægður með þeirra framlag í dag.

„Bjöggi var virkilega góður frammi, hann barðist vel, ég elskaði kraftinn í honum. Á meðan var Christian með mjög góða tækni og var að skapa. Þeir stóðu sig mjög vel í fyrsta leiknum sínum. Allir, líka þeir sem komu af bekknum voru frábærir og ég get ekki sagt slæmt orð um þá."

Hann segir eina sem hafði vantað í dag var að nýta færin.

„Við verðum að skora úr einu af færunum sem við fengum, Bjöggi mun raða mörkunum inn eftir tvær vikur. Hann hefur ekki spilað í 2-3 mánuði og hann mun nýta þessi færi sem við erum að búa til."

Arnar Darri Pétursson var ekki í hóp hjá Þrótti í dag og kom Trausti Sigurbjörnsson inn í hans stað.

„Arnar var meiddur, þess vegna var hann ekki á bekknum. Mér fannst Trausti eiga frábæran leik. Arnar er meiddur á mjöðm og læri, hann getur ekki skutlað sér og það er slæmt fyrir markmenn."

Gregg staðfesti síðan að tveir leikmenn koma til félagsins á morgun og einn þeirra er Baldvin Sturluson.

„Það verða tveir staðfestir á morgun og mögulega annar varnarmaður. Baldvin Sturluson skrifar undir á morgun."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner