„Aðallega er þetta svekkjandi tap. Við héldum út lengi og fáum þrefaldan séns sem að Gunni ver stórkostlega og þeir koma yfir og refsa. Þetta er hundleiðinlegt, það er ekkert hægt að segja um þetta," sagði svekktur Aron Snær Friðriksson markmaður Fylkis sem, þrátt fyrir tap á móti FH í kvöld, átti stórleik í rammanum.
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 Fylkir
„Mér fannst við vera að bjóða þeim upp á ákveðnar hættur og vorum að missa boltann á lélegum stöðum og mér fannst við það lélegir að þeir komust í þessi færi og eiginlega öfugt hinum megin. Þannig að mér fannst þetta gæðalítið og lélegt yfir höfuð.
Þeir eru með þvílík gæði fram á við og refsa fyrir mistök. Við vorum búnir að sleppa nokkrum sinnum út úr þessu og á endanum refsa þeir, það er bara þannig."
Nánar er rætt við Aron í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir