Franski vængmaðurinn Moussa Diaby var ekki í leikmannahópi Aston Villa í 3-0 sigrinum á Walsall í æfingaleik í gær og má því áætla að hann sé að færast nær Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.
Al-Ittihad hefur átt í viðræðum við Aston Villa síðustu daga en félagið vill að minnsta kosti 60 milljónir punda.
Villa keypti hann frá Bayer Leverkusen fyrir metfé á síðasta ári eða um 52 milljónir punda, en þá hafði félagið betur í baráttunni við stærstu félög Sádi-Arabíu.
Diaby, sem er 25 ára gamall, skoraði 10 mörk og gaf 9 stoðsendingar á síðasta tímabili er Villa tryggði sér Meistaradeildarsæti fyrir þetta tímabil.
Samkvæmt Fabrizio Romano eru Aston Villa og Al-Ittihad að nálgast samkomulag, en Diaby hefur sjálfur gert munnlegt samkomulag um kaup og kjör. Hann mun þéna um 15 milljónir evra í árslaun.
Athugasemdir