Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 18. ágúst 2022 13:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forest að borga alltof mikið fyrir Gibbs-White?
Morgan Gibbs-White.
Morgan Gibbs-White.
Mynd: EPA
Nottingham Forest heldur áfram að versla og versla í sumar. Núna er miðjumaðurinn Morgan Gibbs-White á leiðinni.

Það er enginn smá verðmiði á þessum enska miðjumanni þó hann hafi aldrei sýnt mjög góða hluti í ensku úrvalsdeildinni á sínum ferli til þessa.

Forest er búið að komast að samkomulagi við Úlfana um að borga allt að 44,5 milljónir punda fyrir Gibbs-White.

Gibbs-White, sem er 22 ára gamall, náði ekki að brjóta sér leið inn í lið Wolves á síðustu leiktíð og var hann því lánaður til Sheffield United í Championship-deildinni. Þar var hann í tapliði gegn Nottingham Forest í umspilinu um að komast upp í deild þeirra bestu.

Fjölmargir halda því fram að Forest sé að borga alltof mikið fyrir leikmaninn en það verður bara að koma í ljós síðar hvort sú sé raunin.

Forest eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni en Gibbs-White kemur til með að vera 17. leikmaðurinn sem félagið fær til sín í sumar. Forest er nánast búið að kaupa nýjan leikmannahóp.

Það var aðeins rætt um Forest í Enski boltinn hlaðvarpinu fyrr í þessari viku en hægt er að hlusta á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Sumir gengu of langt
Athugasemdir
banner
banner