Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 18. ágúst 2022 12:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meiðslalistinn lengdist á mánudag - „Núna reynir á leikmannahópinn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar verða að öllum líkindum án fjögurra leikmanna þegar liðið mætir KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Halldór Smári Sigurðsson glímir við langvarandi meiðsli, Nikolaj Hansen er meiddur og þá meiddust þeir Davíð Örn Atlason og Logi Tómasson þegar Víkingur lék gegn Breiðabliki á mánudag.

„Nikolaj er ekki klár, Halli er ekki klár og svo missum við tvo núna," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Breiðabliki.

„Ég held að Logi sé kominn í bann (í deildinni) í fyrsta lagi og svo fékk hann höfuðhögg. Ég efast um að hann verði klár á fimmtudaginn. Davíð tognaði illa þannig það eru örugglega þrjár vikur í hann. Núna reynir bara á leikmannahópinn og hversu sterkir við erum."

„Núna þurfum við að henda öllu út sem heitir eitthvað 'fancy' fótbolti og eitthvað tiki-taka kjaftæði. Nú er bara að berjast, hlaupa, djöflast og gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda þessum titlum,"
sagði Arnar en Víkingur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.

Um leikinn í kvöld hafði Arnar þetta að segja: „KR er á mjög góðri siglingu, gott 'momentum' í gangi hjá þeim. Það verður bara hörkuleikur. Talandi um stríð í kvöld á milli þessara liða (mánudagskvöld gegn Breiðabliki), ég hef aldrei vitað um rólegan leik á móti KR í minni stjóratíð hjá Víkingum. Það verður hart barist en það er bara gaman. Þetta eru forrétindi að vera á þessu skemmtilega tímabili núna, spilandi úrslitaleiki á kortersfresti og þurfum bara að njóta þess," sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Þurftum að segja nokkur vel valin orð í hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner