Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 18. september 2020 15:54
Magnús Már Einarsson
Fimm leikjum í Pepsi Max-deildinni frestað þar til á mánudag
Topplið Vals mætir Stjörnunni á mánudaginn.
Topplið Vals mætir Stjörnunni á mánudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að fresta fimm leikjum í Pepsi Max-deildinni fram á mánudag en um er að ræða leiki sem áttu upphaflega að fara fram á sunnudaginn.

Ástæðan er slæm veðurspá á sunnudaginn.

Leikur Fjölnis og KA fer fram á morgun en aðrir leikir í 17. umferðinni verða á mánudag.

Leikur Breiðabliks og KR mun samkvæmt tilkynningu KSÍ fara fram en óvissa var um það vegna sóttkví hjá liði KR sem kom heim frá Eistlandi í nótt eftir leik í Evrópudeildinni.

Þá hafa þrír leikir í Lengjudeild karla verið færðir af sunnudegi yfir á mánudag.

Laugardagur
14:00 Fjölnir-KA (Extra völlurinn)

Mánudagur
16:30 ÍA-Grótta (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)
20:00 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner