Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. september 2020 20:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Bayern niðurlægði Schalke - Gnabry með þrennu
Lewandowski að leika sér
Lewandowski að leika sér
Mynd: Getty Images
Bayern 8 - 0 Schalke 04
1-0 Serge Gnabry ('4 )
2-0 Leon Goretzka ('19 )
3-0 Robert Lewandowski ('31 , víti)
4-0 Serge Gnabry ('47 )
5-0 Serge Gnabry ('59 )
6-0 Thomas Muller ('69 )
7-0 Leroy Sane ('71 )
8-0 Jamal Musiala ('81 )

Það var ekki um neina Meistaradeildarþynnku að ræða hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen í kvöld er liðið tók á móti Schalke 04 í opnunarleik Bundesliga.

Bayern leiddi með þremur mörkum í hálfleik. Serge Gnabry skoraði snemma leiks, Leon Goretzka bætti við marki á 19. mínútu og Robert Lewandowski skoraði svo í fyrsta leik tímabilsins sjötta árið í röð, ótrúlegur.

Gnabry skoraði tvö mörk á fyrsta korteri seinni hálfleiks og þar með kominn með þrennu. Leroy Sane var að spila sinn fyrsta keppnisleik með Bayern og lagði hann upp þessi seinni tvö mörk Gnabry. Thomas Muller skoraði svo sjötta mark Bæjara og var það hans 200. fyrir félagið, Lewandowski lagði það mark upp með laglegri sendingu (sjá mynd).

Sane skoraði svo sjöunda markið á 71. mínútu eftir undirbúning frá Joshua Kimmich sem lagði upp tvö mörk í leiknum. Jamal Musiala skoraði 8. mark leiksins á 81. mínútu. Hann er sautján ára Englendingur sem hafði komið inn á skömmu áður.

Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern hefur titilvörnina með ótrúlega öruggum sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner