Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 18. september 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mathias Pogba í gæsluvarðhaldi

Franskir fjölmiðlar greina frá því að Mathias Pogba, eldri bróðir frönsku stórstjörnunnar Paul Pogba, sé kominn í gæsluvarðhald vegna kærumáls sem Paul höfðaði gegn honum.


Mathias og Paul hefur lent upp á kant upp á síðkastið þar sem Paul var orðinn þreyttur á að gefa honum og vinum hans peningana sína.

Þegar Paul neitaði að gefa peninga ákváðu Mathias og vinir hans að fjárkúga leikmanninn með alskonar hótunum. Paul fór með málið til lögreglu sem lítur þetta alvarlegum augum.

Mathias mun sitja í gæsluvarðhaldi á meðan á lögreglurannsókn stendur.


Athugasemdir