Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   mán 18. september 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
„Öll þjóðin er spennt fyrir Orra“
Icelandair
watermark Orri Steinn Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson spilaði á dögunum fyrstu landsleiki sína með íslenska landsliðinu en liðsfélagi hans, Kolbeinn Birgir Finnsson, segir íslensku þjóðina spennta fyrir því að sjá meira af framherjanum.

Orri kom við sögu í 3-1 tapinu gegn Lúxemborg áður en hann byrjaði gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Þar spilaði hann allan leikinn og hjálpaði Íslandi að ná í 1-0 sigur en Kolbeinn Birgir, sem lék í vinstri bakverðinum í leikjunum, talaði um hann í viðtali við Bold.

„Hann gerði mjög vel, sérstaklega í leiknum á móti Bosníu þar sem hann byrjaði inn á og spilaði allan leikinn. Ég myndi segja að hann sé framtíðar framherji íslenska landsliðsins, því hann er svo góður að halda í boltann og skora mörk.“

„Sem varnarmaður er ógeðslega erfitt að spila gegn honum, hann er með svo mikla skerpu.“

„Þetta er framtíðarleikmaður, þannig það er gott fyrir hann að fá mínútur með landsliðinu svona snemma á ferlinum. Hann verður bara betri og betri því fleiri mínútur sem hann fær og það mun hjálpa honum þegar hann verður eldri.“

„Hann á eftir að verða að frábærum leikmanni í framtíðinni fyrir Ísland. Fólk á Íslandi talar mikið um hann og er spennt fyrir að sjá meira af honum. Öll þjóðin er spennt fyrir Orra,“
sagði Kolbeinn um landsliðsfélagann.
Athugasemdir
banner
banner
banner