Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   mán 18. september 2023 22:27
Arnar Laufdal Arnarsson
Ómar Ingi um rangan vítaspyrnudóm - "Þetta gerist bara of oft"
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og Fram gerðu 1-1 jafntefli í kvöld í fyrsta leik þeirra í neðri-hluta Bestu deildarinnar í bráðskemmtilegum leik. Með sigri í dag hefði HK gott sem bjargað sér frá falli.

"Já alveg klárt, allir leikirnir sem framundan eru tækifæri til þess að nálgast KA og koma okkur frá liðunum fyrir neðan okkur eins og stendur þannig það var klárlega ætlunin hér í kvöld" Sagði Ómar Ingi í viðtali við Fótbolti.net strax eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fram

Fréttaritara leið beint eftir leik upp á frammistöðu og færi sköpuð voru Fram kannski töluvert svekktari að fara úr Kórnum bara með eitt sig.

"Frammistaðan var mis góð, hún var fín án bolta að mörgu leiti. Við erum að ná að verjast öllu sem hægt er að teljast sanngjarnt að þurfa verjast í leik en með boltann sérstaklega í seinni hálfleik eftir að við skorum þá var eins og við værum að bíða eftir því að leikurinn væri búinn, létum þá bara hafa boltann trekk í trekk eða þeir unnu boltann trekk í trekk þannig við þurfum klárlega að eiga betri frammistöður í næstu leikjum"

"Þetta er bara eitthvað sem við höfum verið að ræða, við höfum verið að droppa alltof neðarlega á vellinum og alltof snemma í dag ég veit ekki hvort það sé einhver hræðsla við það að tapa leikjum og það sé of mikið undir eða eitthvað, mér finnst við bara stíga of mikið af bensíngjöfinni. Við vörðumst samt, menn hentu sér fyrir og menn fóru í návígi og þeir skora mark sem maður hélt að væri ekki rétt dæmt"

Ómar vísar í mark Framara sem kom úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og tilkynnti fréttaritari honum að það var eins og hann segir, rangur dómur en brotið átti sér stað fyrir utan teig.

"Já mér sýndist það nefnilega og við sjáum þetta alveg, það er þreytandi. Þetta gerist bara of oft ég fór yfir þetta um daginn við fengum á okkur mark gegn ÍBV sem var að allra mati rangstæða sama gerist á móti Stjörnunni svo aftur þetta víti. Þegar við erum að verjast svona og henda okkur fyrir og fara í návígi og annað þá er pirrandi að þessi erfiðisvinna skili ekki því sem að er alveg hægt að einhverju leiti horfa til sem þau skili því ég vill meina að þetta sé sanngjörn íþrótt, ef þú ert að henda þér fyrir og hlaupa þá geturu búið þér til sigra þannig og að fá á sig víti sem að flestir tala um núna að hafi ekki átt að vera víti er pirrandi"

Viðtalið við Ómar má sjá hér fyrir ofan í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner