Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 17:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ivan Juric ráðinn stjóri Roma (Staðfest)
Ivan Juric
Ivan Juric
Mynd: Getty Images

Roma hefur staðfest að Ivan Juric hefur tekið við af Daniele De Rossi sem stjóri liðsins.


De Rossi var rekinn í morgun en hann hefur aðeins nælt í þrjú stig eftir fjórar umferðir eftir jafntefli gegn Genoa um síðustu helgi. Hann var ráðinn á síðustu leiktíð eftir að Jose Mourinho var látinn taka pokann sinn.

Juric er 49 ára gamall Króati. Hann var í þrígang stjóri Genoa en stýrði Hellas Verona síðast. Hann hóf þjálfaraferil sinn sem aðstoðarþjálfari hjá Inter og í kjölfarið aðstoðarþjálfari hjá Palermo.

Hann skrifar undir eins árs samning við Roma en fær ár til viðbótar ef honum tekst að tryggja liðinu Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner