Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 09:32
Elvar Geir Magnússon
Markakóngur HM 1990 er látinn
Salvatore Schillaci.
Salvatore Schillaci.
Mynd: Getty Images
Salvatore Schillaci er látinn. Þessi ítalska goðsögn fékk gullskóinn sem markakóngur HM 1990. Hann varð 59 ára gamall.

Schillaci var leikmaður Juventus þegar mótið fór fram en hann varð markahæstur með sex mörk. Hann kom inn sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum Ítalíu en var svo í byrjunarliðinu eftir það.

Í bronsleiknum gegn Englandi skoraði hann sigurmarkið. Schillaci ólst upp hjá fátækri fjölskyldu en fótboltahæfileikarnir komu fljótt í ljós.

Schillaci var kallaður Toto og lék sextán landsleiki og skorað alls sjö mörk. Hann lék fyrir Juventus og Inter eftir að ferill hans hófst hjá Messina.


Athugasemdir
banner
banner
banner