Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 18. október 2019 19:34
Ívan Guðjón Baldursson
Baldvin ráðinn sem aðstoðarþjálfari Magna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Baldvin Ólafsson hefur verið ráðinn sem nýr aðstoðarþjálfari Magna og mun hann einnig leika með liðinu í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Baldvin, 34 ára, er Norðlendingum vel kunnur enda hefur hann alla sína tíð leikið ýmist fyrir KA, Þór og Magna í þremur efstu deildum íslenska boltans.

Baldvin verður því aðstoðarmaður Sveins Þórs Steingrímssonar sem tók við liðinu af Páli Viðari Gíslasyni í byrjun ágúst. Sveinn Þór og Baldvin stýrðu Magna frá falli í haust og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur saman næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner