Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. október 2022 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik bauð í Patrik Johannesen og Valur hefur áhuga
Patrik
Patrik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik reyndi fyrr í þessum mánuði að kaupa Patrik Johannesen frá Keflavík. Þetta herma heimildir Fótbolta.net. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Patrik einnig á óskalista Arnars Grétarssonar verðandi þjálfara Vals.

Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Fótbolta.net ekki geta staðfest tilboð í Patrik. „Hann er með samning við okkur og það getur vel verið að þeir hafi eitthvað þreifað. En það er ekkert svoleiðis í gangi."

Patrik gekk í raðir Keflavíkur síðasta vetur og skrifaði undir tveggja ára samning. Hann hefur spilað mjög vel á tímabilinu, skorað tíu mörk í tuttugu leikjum.

Patrik er 26 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Færeyjum. Hann á að baki átján landsleiki og hefur komið við sögu í fimm af síðustu sjö leikjum landsliðsins. Patrik lék tímabilið 2021 með Egersund í þriðju efstu deild Noregs.

Nokkrir leikmenn Keflavíkur verða samningslausir eftir tímabilið. Er eitthvað að frétta af viðræðum við leikmenn?

„Það er bara þessi vinna sem er í gangi núna, það er verið að semja. Sumir eru að hugsa sinn gang. Ég held að það haldi allir að sér höndunum, bíði eftir að mótið verði búið og svo verður gengið í málin eftir það," sagði Sigurður.

Leikmenn sem eru að renna út á samningi:
Dani Hatakka 1994 15.11.2022
Sindri Kristinn Ólafsson 1997 31.12.2022
Joey Gibbs 1992 31.12.2022
Kian Williams 2000 31.12.2022
Ingimundur Aron Guðnason 1999 31.12.2022
Edon Osmani 2000 16.10.2022
Adam Árni Róbertsson 1999 31.12.2022
Rúnar Þór Sigurgeirsson 1999 31.12.2022
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner