Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mið 18. október 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristinn bíður og sér hver tekur við áður en hann tekur ákvörðun
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Reynsluboltinn Kristinn Jónsson varð samningslaus þann 16. október, þá rann samningur hans við KR út. Vinstri bakvörðurinn varð 33 ára í ágúst og hefur verið hjá KR síðan 2018.

Fótbolti.net ræddi við leikmanninn í dag og spurði hann út í stöðuna.

„Ég er sallarólegur, í smá fríi frá fótbolta og er bara að bíða og skoða hvað kemur til með að gerast hjá KR og síðan er ég að meta áhuga sem hefur komið annars staðar frá," sagði Kristinn.

Ertu búinn að fá einhver tilboð annars staðar frá?

„Það er ekkert skriflegt tilboð á borðinu, en ég hef heyrt í öðrum félögum."

„KR klárar vonandi sín mál í þessari viku eða næstu og þá get ég sest niður með nýja þjálfaranum, skoðað hvað hann er að hugsa,"
sagði Kristinn.

KR er í þjálfaraleit eftir að ákveðið var að framlengja ekki samninginn við Rúnar Kristinsson í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner