mán 18. nóvember 2019 19:51 |
|
Gonzalo Zamorano farinn frá ÍA
Gonzalo Zamorano mun ekki leika með ÍA á næsta ári eftir að hann og ÍA komust að samkomulagi um starfslok.
Gonzalo er fæddur 1995 og lék fyrir Hugin og Víking Ólafsvík áður en hann gekk í raðir Skagamanna.
Hann raðaði inn mörkunum með Hugin og Víking en tókst ekki að skora í 22 keppnisleikjum með ÍA.
„KFÍA vill þakka Gonzalo fyrir hans störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar," segir á vefsíðu KFÍA.
Þar segir ennfremur að Gonzalo hyggist halda áfram að spila hér á landi. Það vantar eflaust ekki áhugann, enda gerði hann 16 mörk fyrir Hugin í 2. deildinni 2017 og 10 mörk fyrir Víking Ó. í Inkasso í fyrra.
Gonzalo er fæddur 1995 og lék fyrir Hugin og Víking Ólafsvík áður en hann gekk í raðir Skagamanna.
Hann raðaði inn mörkunum með Hugin og Víking en tókst ekki að skora í 22 keppnisleikjum með ÍA.
„KFÍA vill þakka Gonzalo fyrir hans störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar," segir á vefsíðu KFÍA.
Þar segir ennfremur að Gonzalo hyggist halda áfram að spila hér á landi. Það vantar eflaust ekki áhugann, enda gerði hann 16 mörk fyrir Hugin í 2. deildinni 2017 og 10 mörk fyrir Víking Ó. í Inkasso í fyrra.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
14:30
13:18
09:18
21:14
07:00