Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   lau 18. nóvember 2023 10:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raphinha orðaður við Tottenham - Vilja bjóða Haaland nýjan samning
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Slúðrið er komið í hús. BBC tók saman af öllum helstu miðlum heims.


Tottenham hefur ekki lengur áhuga á Ivan Toney, 27, framherja Brentford. Félagið ætlar að snúa sér að Raphinha, 26, vængmanni Barcelona í janúar. (Football Transfers)

Toney finnst að hann eigi eftir að borga Brentford skuld og er á báðum áttum hvort hann eigi að yfirgefa félagið í janúar þrátt fyrir áhuga frá Arsenal og Chelsea. (Sun)

Manchester City vill ræða við umboðsmann Erling Haaland um nýjan samning. Félagið vill hækka riftunarákvæðið í samningnum hans frekar en að fjarlægja það algjörlega. (90 min)

Richarlison framherji Tottenham hefur verið orðaður við félög í Sádí Arabíu en Tottenham vill ekki selja hann í janúar. (Football Insider)

Juventus hefur rætt við Thomas Partey, 30, miðjumann Arsenal um að ganga til liðs við félagið. (Foot Mercato)

Newcastle er tilbúið að kaupa í Ruben Neves, 26, miðjumann Al-Hilal í janúar ef þeim verður bannað að fá hann á láni. (90min)

Leroy Sane sóknarmaður Bayern Munchen segir að hann hafi ekki íhugað framtíð sína og vill einbeita sér að tímabilinu. Þessi 27 ára gamli Þjóðverji hefur verið orðaður við Liverpool og Man City. (Metro)

Jose Mourinho stjóri Roma ætlar að fá Trevoh Chalobah, 24, og Malang Sarr, 24, frá sínum gömlu félögum í Chelsea. (Calciomercato)

Arsenal, Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Radu Dragusin, 21, varnarmanni Genoa en hann er metinn á 26 milljónir punda. (Tuttomercato)

Ansu Fati, 21, vill fara aftur til Barcelona þrátt fyrir að hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína á láni hjá Brighton. (Sport)

Real Madrid vill framlengja samninginn við Carlo Ancelotti stjóra liðsins. Samningur hans við félagið rennur út í lok tímabils. (Relevo)

Steve Parish stjórnarformaður Crystal Palace hefur hrósað Dougie Freedman yfirmanni fótboltamála félagsins í hástert. Hann segir að það hafi ekki verið nein samtöl um að hann sé að yfirgefa félagið og ganga til liðs við Man Utd. (Rest is Football podcast)

Lee Congerton starfsmaður hjá Atalanta er eitt af nöfnunum sem Sir Jim Ratcliffe er að skoða til að taka við stöðu yfirmanns fótboltamála hjá Man Utd. (Telegraph)

Fulham vill fá Antonio Nusa, 18, frá Club Brugge í janúar. (Football Insider)


Athugasemdir
banner
banner
banner