Viggó Valgeirsson verður mögulega ekki hluti af leikmannahópi ÍBV á næsta tímabili.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á honum í Noregi, hann er með norskan umboðsmann og hann langar að skoða möguleika sína þar og hefur ÍBV gefið grænt ljós á það.
Viggó er nítján ára miðjumaður sem lék á láni frá ÍBV hjá Njarðvík í sumar. Hann kom við sögu í tuttugu leikjum með liðinu í Lengjudeildinni í sumar, en varð fyrir því óláni að ristarbrotna í ágúst og spilaði lokaleik tímabilsins ristarbrotinn.
Hann er að vinna sig til baka úr meiðslum og hefur ekki æft með Eyjaliðinu í endurkomunni.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á honum í Noregi, hann er með norskan umboðsmann og hann langar að skoða möguleika sína þar og hefur ÍBV gefið grænt ljós á það.
Viggó er nítján ára miðjumaður sem lék á láni frá ÍBV hjá Njarðvík í sumar. Hann kom við sögu í tuttugu leikjum með liðinu í Lengjudeildinni í sumar, en varð fyrir því óláni að ristarbrotna í ágúst og spilaði lokaleik tímabilsins ristarbrotinn.
Hann er að vinna sig til baka úr meiðslum og hefur ekki æft með Eyjaliðinu í endurkomunni.
Viggó er samningsbundinn ÍBV út tímabilið 2027.
Athugasemdir



