Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   fim 18. desember 2025 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir lék sinn síðasta leik með Blikum
Damir lék sinn síðasta leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var nokkuð brattur í viðtali við Fótbolta.net þrátt fyrir að liðið hafi lokið þátttöku sinni í Sambandsdeild Evrópu, en hann segir að allir geti gengið stoltir frá borði eftir frammistöðuna í keppninni.

Lestu um leikinn: Strasbourg 3 -  1 Breiðablik

Breiðablik náði í fimm stig úr sex leikjum en tókst ekki að komast í umspilið.

Höskuldur skoraði eina mark Blika í 3-1 tapinu gegn Strasbourg í kvöld, en hann var ánægður með baráttu sinna manna þó hann og allir aðrir hafi viljað aðeins meira.

„Jú svona ákveðið spennufall núna að því leyti að við vorum alveg inn í þessu til loka, en að sama skapi langt tímabil að baki og kærkomið frí framundan. Við göngum stoltir frá borði frá þessu verkefni.“

„Mér finnst þeir að einhverju leyti slaka á eftir markið eða við svona slítum hlekkina af okkur. Mér fannst við ekki panikka og flýta okkur of mikið og fara úr stöðum og þannig, bara aðeins hugaðri á boltann og fara aðeins agressífari í þá og hætt að vera smá stress og svo við vinnum við okkur flott inn í leikinn og eigum mjög góðan kafla í fyrri hálfleik og staðan nokkuð góð í hálfleik,“
sagði Höskuldur.

Honum fannst liðið verðskulda jöfnunarmark undir lok fyrri hálfleiksins.

„Mér fannst það og fannst við koma okkur í góðar stöður, leyst pressuna þeirra sem var öflug og leystum hana vel. Þeir þurftu að fara spyrja sig fleiri spurninga og kom smá titringur í þá og mómentumið var þarna og sem betur fer fylgdi mark í kjölfarið.“

Fimm af sex andstæðingum Breiðabliks í keppninni fóru áfram í næstu umferð en hann segir það súrt.

„Það er mjög súrt og maður veit alveg að þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna og eiginlega bara alls ekki. Við vorum ekkert langt frá því og kannski eftirá hefði ekki þurft hér að vera úrslitaleikur um það. Að því sögðu fannst við gera vel að koma okkur í þennan leik og hugrakkir í þessum leik, og veitum þeim alvöru leik því þeir voru alls ekki með eitthvað varalið heldur ætluðu þeir að ná í 'prize-poolið' í fyrsta sæti og enda í fyrsta sæti þannig það var flott að heyra þá blístra út af í fyrri hálfleik og við vorum rúmlega inn í leiknum,“ sagði Höskuldur.

„Gerum upp alla okkar góður tíma í kvöld og eitthvað fram eftir nótt“

Damir Muminovic lék sinn síðasta leik í Blikatreyjunni, en hann er búinn að semja við Grindavík. Hann kláraði Sambandsdeildina með Blikum, en Höskuldur segir að Damirs verði sárt saknað í Kópavogi.

„Mikill söknuður en á sama tíma gerum við upp alla okkar góðu tíma í kvöld og eitthvað fram eftir nótt. Það er bara respect og club legend og rúmlega það. Legend í íslenska boltanum
Athugasemdir