Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 18. desember 2025 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Höskuldur Gunnlaugsson
Höskuldur Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir lék sinn síðasta leik með Blikum
Damir lék sinn síðasta leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var nokkuð brattur í viðtali við Fótbolta.net þrátt fyrir að liðið hafi lokið þátttöku sinni í Sambandsdeild Evrópu, en hann segir að allir geti gengið stoltir frá borði eftir frammistöðuna í keppninni.

Lestu um leikinn: Strasbourg 3 -  1 Breiðablik

Breiðablik náði í fimm stig úr sex leikjum en tókst ekki að komast í umspilið.

Höskuldur skoraði eina mark Blika í 3-1 tapinu gegn Strasbourg í kvöld, en hann var ánægður með baráttu sinna manna þó hann og allir aðrir hafi viljað aðeins meira.

„Jú svona ákveðið spennufall núna að því leyti að við vorum alveg inn í þessu til loka, en að sama skapi langt tímabil að baki og kærkomið frí framundan. Við göngum stoltir frá borði frá þessu verkefni.“

„Mér finnst þeir að einhverju leyti slaka á eftir markið eða við svona slítum hlekkina af okkur. Mér fannst við ekki panikka og flýta okkur of mikið og fara úr stöðum og þannig, bara aðeins hugaðri á boltann og fara aðeins agressífari í þá og hætt að vera smá stress og svo við vinnum við okkur flott inn í leikinn og eigum mjög góðan kafla í fyrri hálfleik og staðan nokkuð góð í hálfleik,“
sagði Höskuldur.

Honum fannst liðið verðskulda jöfnunarmark undir lok fyrri hálfleiksins.

„Mér fannst það og fannst við koma okkur í góðar stöður, leyst pressuna þeirra sem var öflug og leystum hana vel. Þeir þurftu að fara spyrja sig fleiri spurninga og kom smá titringur í þá og mómentumið var þarna og sem betur fer fylgdi mark í kjölfarið.“

Fimm af sex andstæðingum Breiðabliks í keppninni fóru áfram í næstu umferð en hann segir það súrt.

„Það er mjög súrt og maður veit alveg að þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna og eiginlega bara alls ekki. Við vorum ekkert langt frá því og kannski eftirá hefði ekki þurft hér að vera úrslitaleikur um það. Að því sögðu fannst við gera vel að koma okkur í þennan leik og hugrakkir í þessum leik, og veitum þeim alvöru leik því þeir voru alls ekki með eitthvað varalið heldur ætluðu þeir að ná í 'prize-poolið' í fyrsta sæti og enda í fyrsta sæti þannig það var flott að heyra þá blístra út af í fyrri hálfleik og við vorum rúmlega inn í leiknum,“ sagði Höskuldur.

„Gerum upp alla okkar góður tíma í kvöld og eitthvað fram eftir nótt“

Damir Muminovic lék sinn síðasta leik í Blikatreyjunni, en hann er búinn að semja við Grindavík. Hann kláraði Sambandsdeildina með Blikum, en Höskuldur segir að Damirs verði sárt saknað í Kópavogi.

„Mikill söknuður en á sama tíma gerum við upp alla okkar góðu tíma í kvöld og eitthvað fram eftir nótt. Það er bara respect og club legend og rúmlega það. Legend í íslenska boltanum."
Athugasemdir
banner
banner