PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   þri 19. janúar 2021 21:30
Aksentije Milisic
Þýskaland: Leverkusen lagði Dortmund - Kramaric með tvennu fyrir Hoffenheim
Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fyrsti leikurinn var viðureign Borussia Mönchengladbach og Werder Bremen. Aðeins eitt mark var skorað þar og það gerði Nico Elvedi og því góð þrjú stig í höfn hjá heimamönnum.

Stærsta viðureign kvöldsins var leikur Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund. Leverkusen byrjaði leikinn betur og leiddi 1-0 í hálfleik með marki frá Moussa Diaby.

Julian Brandt jafnaði fyrir Dortmund í síðari hálfleiknum en Florian Wirtz tryggði Leverkusen sigur þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Bayer er komið í annað sæti deildarinnar en Dortmund er í því fjórða.

Hoffenheim vann góðan útisigur á Hertha Berlin þar sem Króatinn Andrej Kramaric gerði tvennu og þá lagði Wolfsburg lið Mainz að velli.

Borussia M. 1 - 0 Werder
1-0 Nico Elvedi ('66 )

Bayer 2 - 1 Borussia D.
1-0 Moussa Diaby ('14 )
1-1 Julian Brandt ('67 )
2-1 Florian Wirtz ('80 )

Hertha 0 - 3 Hoffenheim
0-0 Krzysztof Piatek ('12 , Misnotað víti)
0-1 Sebastian Rudy ('33 )
0-2 Andrej Kramaric ('68 )
0-3 Andrej Kramaric ('88 )

Mainz 0 - 2 Wolfsburg
0-1 Bartosz Bialek ('65 )
0-2 Wout Weghorst ('79 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 12 7 4 1 21 11 +10 25
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 12 7 2 3 25 17 +8 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 12 4 4 4 16 21 -5 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
14 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
15 Hamburger 12 3 3 6 11 18 -7 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner
banner