Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 12:52
Brynjar Ingi Erluson
Segja Rashford færast nær Dortmund - Gæti farið í læknisskoðun í vikunni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þýska blaðið BILD segir Borussia Dortmund leiða baráttuna um enska sóknarmanninn Marcus Rashford og að hann gæti jafnvel haldið til Þýskalands á næstu dögum.

Rashford er frjálst að fara frá Manchester United í þessum mánuði, en hann hefur ekkert komið við sögu með liðinu í síðustu leikjum og hefur sjálfur talað um að þetta sé tíminn til þess að halda annað.

Englendingurinn hefur verið orðaður við AC Milan, Barcelona, Juventus, PSG og félög í Sádi-Arabíu, en þýska félagið Borussia Dortmund skráði sig í baráttuna á dögunum og virðist nú leiða hana.

BILD segir að Dortmund sé að bjóða United svipaðar upphæðir og það greiddi fyrir lánið á Jadon Sancho á síðasta tímabili en félagið greiddi 3,5 milljónir evra og svo 4 milljónir í árangurstengdar greiðslur.

Ef allt gengur smurt fyrir sig í viðræðunum mun Rashford ferðast til Þýskalands á næstu dögum og gangast undir læknisskoðun á fimmtudag.

Rashford, sem er 27 ára gamall, hefur skorað 7 mörk fyrir United á þessari leiktíð og gefið þrjár stoðsendingar í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner