Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 17:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Mbappe skoraði tvennu þegar Real Madrid fór á toppinn
Mynd: EPA
Real Madrid er komið á toppinn í spænsku deildinni eftir sigur á Las Palmas í dag.

Leikurinn byrjaði alls ekki vel fyrir Real Madrid því Fabio Silva kom Las Palmas yfir eftir tæplega þrjátíu sekúndna leik.

Kylian Mbappe jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu. Brahim Diaz bætti við öðru markinu áður en Mbappe skoraði sitt annað mark og þriðja mark Real og liðið því búið að snúa þessu algjörlega sér í vil fyrir seinni hálfleikinn.

Rodrygo skoraði svo fjórða mark liðsins. Benito Ramirez, leikmaður Las Palmas, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í mjöðmina á Lucas Vazquez en þá voru úrslitin ráðin.

Athletic Bilbao lagði Celta Vigo af velli fyrr í dag og jafnaði Barcelona að stigum í 3. - 4. sæti.

Celta 1 - 2 Athletic
0-1 Alejandro Berenguer ('62 )
0-2 Dani Vivian ('71 )
1-2 Hugo Alvarez Antunez ('74 )

Real Madrid 4 - 1 Las Palmas
0-1 Fabio Silva ('1 )
1-1 Kylian Mbappe ('18 , víti)
2-1 Brahim Diaz ('33 )
3-1 Kylian Mbappe ('36 )
4-1 Rodrygo ('57 )
Rautt spjald: Benito Ramirez, Las Palmas ('64)
Athugasemdir
banner
banner